Nýtt blogg til stuðnings þolendum mannréttindabrota stjórnvalda.

Nú hefur opnað þessi bloggsíða til stuðnings smábátasjómönnum sem eru þolendur stórkostlegra mannréttindabrota stjórnvalda. Kvótakerfið hefur verið dæmt úr leik samkvæmt áliti mannréttindanefndar SÞ.

Aldraður sjómaður Ásmundur Jóhannsson hefur nú um nokkurt skeið farið og veitt kvótalaus til þess að mótmæla í verki mannréttindabrotum stjórnvalda og styð ég hann heilshugar og sendi honum baráttukveðjur. Ég vil hvetja sjómenn til að sýna honum stuðning og fylgja hans fordæmi.

Einnig er hægt að sýna stuðning í verki með því að undirrita stuðningsyfirlýsingu við hann.

Stuðningsyfirlýsinguna má nálgast hér http://new.petitiononline.com/asmundur/petition.html

Kvótaræningjana ætti að dæma!


Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er það ekki mannréttindabrot á okkur almennum skattborgurum að njóta ekki sömu skattfríðinda og sjómenn ? Þá er ég að tala um sjómannaafsláttinn. Þetta greiðir ræstingakonan niður fyrir sjómennina sem eru nú hálaunamenn á við flestar ræstingarkonur þessa lands. Er starf hennar eitthvað minna virði en sjómanna að það þurfi að rukka hana um hærri skatt en sjómnanninn ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.7.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: mannréttindabrot

Mín skoðun er sú að allir eiga að sitja við sama borð hvað þetta varðar. Ég held hinsvegar að sjómanna afslátturinn sé settur á vegna þess að sjómennskan er mjög hættumikið starf. Allavega eru ekki miklar líkur á að ræstitæknar drukkni í skúringafötunni.

Spurning um að setja einhversskonar áhættulaun í stað sjómannaafsláttar? og meta þá störf annara stétta í áhættuflokka,, Til dæmis mætti ætla að leigubílstjórar séu í meiri hættu á að lenda í bílslysum vegna þess að þeir eru meira í umferðinni heldur og svo mætti lengi telja.

Einnig má geta að sumir sjómenn eru um langa hríð , jafnvel svo vikum skiptir aðskildir frá fjölskyldum sínum vegna starf síns. Það eru ræstitæknar hinsvegar ekki. Vona að þetta svari pælingum þínum :)

mannréttindabrot, 19.7.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hafið þið einhverja hugmynd um hvað þið eruð að tala um? Af hverju var sjómannafslátturinn settur á, kynnið ykkur málið áður en þið ræðið um þetta málefni?

Ég legg til að ræstingarkerlan verði sjálf að borga bónið og sápurnar sem hún notar og verði einnig rukkuð um 30% af rafmagnsreikningnum sem fer í að lýsa upp það svæði sem hún þrífur.

Með vinsemd.

Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 21.7.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Var ekki sjómannaafslátturinn settur á fyrir útgerðarmenn? Einhvernveginn minnir mig það hafi verið svoleiðis. Útgerðarmenn boðuðu einhverja kjaraskerðingu á sjómenn, sem fóru í verkfall og ríkið ákvað að að veita skattaafslátt til að útgerðarmenn slyppu með skrekkinn...

Að auki þykir mér allt að því svívirðilegt að ráðast á fólk sem er að berjast fyrir VIÐURKENNDUM mannréttindum sínum. Það má ekki gleyma því að þessi barátta kemur öllum við, ekki bara sjómönnum. Það skiptir miklu máli fyrir alla íslendinga, sem vilja njóta mannréttinda, hvernig þessu máli lyktar.

Ástæðan er einföld: þetta er fyrsta álitið sem beinist gegn íslandi og úrlausn þess verður vafalaust fordæmisgefandi fyrir þau sem síðar koma. Ef við viljum eiga þess kost í framtíðinni að senda mannréttindanefndinni erindi, skiptir höfuðmáli að farið verði að álitum nefndarinnar. Annars er þessi réttur okkar dauður bókstafur. 

Aðalheiður Ámundadóttir, 23.7.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband